Karlotta og Heiðar Steinn Klúbbmeistarar 2025

Nesklúbburinn Almennt

61. Meistaramóti Nesklúbbsins lauk í fyrr í kvöld og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Heiðar Steinn Gíslason í Meistaraflokki karla.  Karlotta sem var að vinna sinn 21. Klúbbmeistaratitil lék hringina fjóra á 304 höggum.  Í karlaflokki var gríðarleg spenna þar sem Heiðar Steinn og Ólafur Marel voru jafnir að loknum 72 holum á 10 höggum undir pari.  Við tók þriggja holu umspil og þar lék Heiðar Steinn höggi betur en Ólafur Marel og vann þar sinn fyrsta Klúbbmeistaratitil.  Nesklúbburinn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.  Nánari úrslit frá mótinu má nálgast á golf.is eða með því að smella hér.