Kick-off fundur NK- kvenna

Nesklúbburinn

Kæru NK Konur

Þá er komið að Kick-off fundinum okkar. Hann verður haldin þriðjudaginn 3. maí kl. 18 í golfskálanum okkar. Ætlunin er að koma saman og borða létta máltíð, fara yfir nýjar reglur vallarins ásamt mótum sumarsins sem kvennanefndinn stendur fyrir.   Þá verður Púttmeistari kvenna, maí 2016 krýnd. 

Boðið verður upp á tískusýningu frá Abacus þar sem sýnt verður allt það nýjasta í golftískunni. Einnig verður ýmislegt annað skemmtilegt til sölu sem kemur að góðum notum í golfi. 

Við viljum með þessu bjóða ykkur NK-konum upp á að styrkja tengslin og sameinast um kröftugt spilasumar einnig bjóðum við nýja meðlimi klúbbsins sérstaklega velkomnar.

Verð kr: 2500.-   Vinsamlega skráðu þig hér 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar

Bestu kveðjur,

Kvennanefndin
Fjóla og Bryndis