Hið stórglæsilega OPNA ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSMÓT sem haldið er árlega á Þjóðhátíðardegi Íslenska Lýðveldisins var haldið á Nesvellinum í gær. Mótið er er haldið og unnið í samstarfi við ICELANDAIR, einum af stærstu styrktaraðilum NESKLÚBBSINS. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki leikið við þátttakendur voru tæplega eitthundrað kylfingar skráðir til leiks. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í bæði punktakeppni og höggleik ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum og í tveimur höggum á 8. braut. Óhætt er að segja að maður dagsins hafi verið Kristján Björn Haraldsson. Kristján, oftar þekktur sem Krissi kokkur lék undir erfiðum aðstæðum völlinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins. Krissi sem var með 6,3 í forgjöf fyrir mótið fékk fyrir vikið 42 punkta og því dágóða forgjafarlækkun eftir afrek dagsins. Verðlaunahafar mótsins urðu annars eftirfarandi:
PUNKTAKEPPNI:
1. sæti: Kristján Björn Haraldsson, NK – 42 punktar
2. sæti: Bragi Þór Sigurðsson, NK – 39 punktar
3. sæti: Erling Sigurðsson, NK – 38 punktar
HÖGGLEIKUR:
1. sæti: Nökkvi Gunnarsson, 69 högg
2. sæti: Frans Páll Sigurðsson, GK – 72 högg
3. sæti: Haukur Jónsson, NK – 75 högg
NÁNDARVERÐLAUN:
2. braut: Anna Ingileif Erlendsdóttir, GFB, 1,21
5. braut: Daði Laxdal Gautason, NK – 1,83 metrar frá holu
8. braut: Helgi Þórður Þórðarson, NK – 7cm frá holu