Kvennastarfið í sumar

Nesklúbburinn

Ágætu NK-konur.

Gleðilegt sumar.

Nú er allt að fara af stað, sólin hækkar á lofti og styttist í fyrsta þriðjudagsmótið hjá okkur og verður það 13. maí.

Konur hafa lýst yfir áhuga að koma með eitthvað nýtt inn í starfið hjá okkur og höfum við komast að samkomulagi við konur í GKG og ætlum við að spila við þær tvisvar í sumar.  Í fyrra skiptið förum við í heimsókn til þeirra og svo koma þær í heimsókn til okkar.

Dagskráin er að öðru leyti með hefðbundnu sniði og er hún hér að neðan.  Við höfum ekki ákveðið dagsetningu fyrir lokamótið en hún kemur fljótlega.

13. maí            Kvennamót

27. maí            Kvennamót

3. júní              GKG – Nesklúbburinn í Garðabæ.  Við munum heimsækja konur í GKG og spila 9                                holur.  Nánar auglýst síðar.

10. júní            Einnar-kylfukeppni NK-kvenna

24. júní            Kvennamót

19. júlí             OPNA FORVAL

29. júlí             Kvennamót – GKG kemur í heimsókn til okkar Nánar auglýst síðar.

12. ágúst         Kvennamót

Lokamót kvenna verður svo 24. ágúst

Við hlökkum til að hitta ykkur á vellinum í sumar. 

Með góðri kveðju

Kvennanefndin