Íslandsmót golfklúbba í fullorðinsflokkum fóru fram í lok júlímánaðar. Kvk og KK sveitirnar spiluðu báðar í næst efstu deild og sendu bæði lið ungar sveitir til leiks í ár.
KVK sveitin spilaði á Akranesi og endaði í 8. sæti mótsins og KK sveitin spilaði á Flúðum og endaði í 4. sæti.
Ingibjörg Hjaltadóttir sem var að spila í sinni fyrstu sveitakeppni gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8. braut a Skaganum. Innilega til hamingju Ingibjörg.
KVK sveitina skipuðu:
Ingibjörg Hjaltadóttir
Elísabet Þóra Ólafsdóttir
Birgitta Gunnarsdóttir
Emelía Halldórsdóttir
Hulda Bjarnadóttir
Liðstjóri: Ingibjörg Hjaltadóttir
KK sveitina skipuðu:
Kjartan Óskar Guðmundsson
Ólafur Marel Árnason
Heiðar Steinn Gíslason
Skarphéðinn Egill Þórisson
Bjarni Þór Lúðvíksson
Birkir Blær Gíslason
Magnús Máni Kjærnested
Liðstjóri: Steinn Baugur Gunnarsson