LANDROMAT CAFÉ OPEN – ÚRSLIT

Nesklúbburinn

Opna Landromat Café var haldið á Nesvellinum í dag.  Þrátt fyrir að sólríkt hafi verið í allan dag voru aðstæður nokkuð erfiðar fyrir keppendur þar sem vindurinn blés stíft að norðvestan.  Fullt var í mótið enda glæsileg verðlaun í boði og litu ágætis skor dagsins ljós þrátt fyrir krefjandi aðstæður eins og áður sagði.  Verðlaun voru veitt fyrir eftirfarandi sæti:

Punktakeppni:

1. sæti: Haraldur Haraldsson, NK – 40 punktar
2. sæti: Óskar Dagur Hauksson, NK – 39 punktar
3. sæti: Andrés Þórarinsson, GK – 38 punktar
10. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 35 punktar
25. sæti: Arnar Guðmundsson, GSE – 33 punktar
50. sæti: Björn Daði Björnsson, GOS – 30 punktar

Höggleikur:

1. sæti: Ólafur Björn Loftsson, GKG – 72 högg
2. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 73 högg
3. sæti: Rúnar Geir Gunnarsson, NK – 73 högg 

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Árni F. Sigurjónsson – 82cm frá holu
5./14. braut: Haukur Óskarsson – 2,81m frá holu