Lokahóf Meistaramótsins á laugardaginn

Nesklúbburinn

Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu kl. 19.45.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á tapas platta í forrétt, nautalundir og lambaprime ásamt kartöflugratíni og rótargrænmeti í aðalrétt.

Skemmtiatriði kvöldsins verða ég, þú og við öll saman.  Þannig ætlum við bara að skemmta okkur sjálf, segja hvort öðru allar sögurnar úr Meistaramótinu, þ.m.t. allar fyndnu uppákomurnar, frá stuttu púttunum sem klikkuðu en hefðu annars gefið okkur miklu betra skor, vítin sem voru svo ósanngjörn og bara allt þetta skemmtilega sem okkur dettur í hug og þurfum að segja frá.

Mætum og eigum saman frábæra kvöldstund í góðum félagsskap.

Skráning fer fram á skrifstofunni, í síma 561-1930 eða á nkgolf@nkgolf.is

Það verður takmarkað sætaframboð og verður tekið við skráningum til kl. 19.00 föstudagsins 6. júlí, þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.

ATH: Verðlaunahafar í Meistaramótinu eru sérstaklega hvattir til að vera viðstaddir verðlaunaafhendingu