Lokahóf Meistaramótsins á laugardaginn

Nesklúbburinn

Laugardaginn 11. júlí lýkur 51. Meistaramóti Nesklúbbsins formlega.  Verðlaunaafhending fer fram stundvíslega kl. 19.30 þar sem allir verðlaunahafar mótsins eru hvattir til að mæta.  Í framhaldinu verður lokahóf þar sem boðið verður uppá glæsilegt veisluhlaðborð og frábær skemmtiatriði.  Skráning á lokahófið fer nú fram á skrifstofunni og lýkur föstudaginn 10. júlí.  Dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:

19.45 – verðlaunaafhending
21.00 – Borðhald og skemmtiatriði

Meðal skemmtiatriða verða uppistandarinn Dóri DNA og söngvararnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson