Lokamót kvenna verður þriðjudaginn 29. ágúst

Nesklúbburinn

Lokamót NK kvenna verður haldið Þriðjudaginn  29. ágúst á Nesvellinum.

Mæting er kl. 17.00 og ræst verður út kl. 17.30 á öllum teigum. 

Mótið er 9 holu punktakeppni 

keppt verður í tveimur forgjafarflokkum. 

Forgjafarflokkur I: vallarforgjöf  0 ? 24 Forgjafarflokkur II: vallarforgjöf 25 – 42

Að móti loknu verður verðlaunaafhending og boðið upp á ljúfengan mat að hætti Hafsteins.                                                                                                                                                                                                           Veitt verða verðlaun fyrir 1.? 3. sæti í hverjum flokki.

       Lengsta upphafshögg (þarf að vera á braut),

       Nándarverðlaun á 2. og 5. holu, (þarf ekki að vera á flöt).

       Annað högg á 8. braut

       Áslaugarbikarinn afhentur

       Að lokum verður dregið úr nokkrum skorkortum.

Gjald fyrir Happy hour, mót og mat er  3.900 kr.

Opnað verður fyrir skráningu á golf.is mánudaginn 21. ágúst. Ath. skráning á netinu er eingöngu til að raða í holl, ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 17.00.  Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu klúbbsins í síma 561 1930 á milli kl. 10 og 16.

Við þökkum fyrir þátttökuna í sumar og hlökkum til að sjá ykkur sem flestar í lokamótinu !

Bestu golfkveðjur,

Kvennanefndin