Malbikun að vélageymslunni loks lokið

Nesklúbburinn

Eins og fram hefur komið fór Nesklúbburinn í samstarfi við Seltjarnarnesbæ í stórar framkvæmdir við veginn og planið niður að vélageymslu klúbbsins.  Þær framkvæmdir hafa af mörgum orsökum tekið töluvert lengri tíma en ætlað var en gær var þó loks stærsta skrefið tekið í framkvæmdunum þegar malbikið var lagt við mikinn fögnuð viðstaddra.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum komu margir að verkinu og að sjálfsögðu var svo klippt á borða til að verki loknu þegar opnað var inn á veginn.  Nú tekur við allur frágangur í kringum planið og veginn og verður því verki vonandi lokið áður en langt um líður.