Opna Pétursmótið haldið í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Opna Pétursmótið var haldið á Nesvellinum í dag í blíðskaparveðri og var mótið sem haldið er til heiðurs Péturs Björnssonar, eins stofnanda klúbbsins var hið veglegasta í alla staði.  Rúmlega 100 þátttakendur voru skráðir til leiks og komust færri að en vildu.  Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur þar sem hægviðri var allan daginn og undir það síðasta kom glampandi sól til viðbótar sem gerði aðstæður og þær gerast bestar á Nesvellinum.

Í mótinu voru veitt verðlaun fyrir höggleik og punktakeppni í bæði karla- og kvennaflokki og var ekki hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum.  þar fyrir utan voru nándarverðlaun á par 3 brautum og fyrir að vera næst holu í tveimur höggum á 8./17. braut.  Í höggleik karla lék Nökkvi Gunnarsson best eða á 67 höggum.  Nökkvi lék „gallalausan“ hring þar sem hann fékk fimm fugla og 13 pör.  Í kvennaflokki kom sá og sigraði Margrét Aðalsteinsdóttir úr golfklúbbnum Oddi.  Margrét sem var fyrir mótið með 18 í vallarforgjöf, lék á 81 höggi og fékk dágóða forgjafarlækkun í bónus við glæsileg verðlaun.  Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi:

HÖGGLEIKUR:

Karlar:

1. sæti: Nökkvi Gunnarsson, NK – 67 högg
2. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 71 högg
3. sæti: Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ – 74

Konur:

1. sæti: Margrét Aðalsteinsdóttir, GO – 81 högg
2. sæti: Ragna Björg Aðalsteinsdóttir, NK – 82 högg
3. sæti: Erla Pétursdóttir, GO – 90 högg 

PUNKTAKEPPNI:

Konur:

1. sæti: Grímheiður Jóhannsdóttir, NK – 32 punktar
2. sæti: Steinunn Björk Eggertsdóttir, GR – 36 punktar
3. sæti: Anna Lilja Lýðsdóttir, NK – 41 punktur

Karlar:

1. sæti: Kjartan Óskar Guðmundsson, NK – 43 punktar
2. sæti: Stefán Bjarnason Sigurðsson, GKJ – 38 punktar 
3. sæti: Árni Muggur Sigurðsson, NK – 38 punktar

NÁNDARVERÐLAUN:

2./11. braut: Ragnar Björg Ingólfsdóttir, NK – 64cm frá holu
5./14. braut: Kjartan Óskar Guðmundsson, NK – 1,13m frá holu
8./17. braut: Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ – 1,5cm frá holu

Nánari úrslit úr mótinu má sjá á golf.is