Masters mátun og keppni

Nesklúbburinn

Í tilefni Mastersmótsins ætla ég að vera með létta keppni í inniaðstöðunni laugardaginn 11. apríl á milli klukkan 11 og 13. Samhliða því geta þeir sem að vilja dressa sig upp í golffatnaði fyrir sumarið mátað og pantað FootJoy klæðnað á mjög hagstæðu verði í klúbblitunum fyrir dömur herra og unglinga.

Allir sem að mæta fá að taka þátt í tveimur keppnum. Púttkeppni þar sem að allir sem að hitta í holu fara í pott og dregið verður um sigurvegara. Einnig verður högg slegið í Flightscope á skotmark í 75 metra fjarlægð og sigrar sá sem að lendir næst holu. Allir fá eina tilraun í hvorri keppni.

Vonast til að sjá sem flesta.

Kveðja Nökkvi