Meistaramót 2015 – miðvikudagur – úrslit og staða

Nesklúbburinn

Það blés nokkuð hressilega á kylfinga á Nesvellinum í dag, einkum síðdegis. Meistaraflokkar karla og kvenna hófu leik í morgun og úrslit réðust í drengjaflokki. 

 

Meistaraflokkur kvenna:

Meistaraflokkur kvenna reið á vaðið klukkan sjö í morgun. Það vóg upp á móti því að þurfa að fara á fætur fyrir allar aldir að veðrið var með besta móti. Skorið var ágætt eftir því, en þar bar hæst að Karlotta Einarsdóttir spilaði á 71 höggi, sem er (óstaðfest) vallarmet af rauðum teigum. Glæsilegur hringur hjá þessum margfalda klúbbmeistara. Í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Karlottu, er núverandi klúbbmeistari Helga Kristín Einarsdóttir. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir er þriðja á 80 höggum.   

Staða Kylfingur Dagar Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Karlotta Einarsdóttir 71       71 -1
2 Helga Kristín Einarsdóttir 73       73 1
3 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir 80       80 8
4 Þyrí Valdimarsdóttir 86       86 14
5 Oddný Rósa Halldórsdóttir 87       87 15

Meistaraflokkur karla: 

Í meistaraflokki karla er Oddur Óli Jónasson efstur eftir fyrsta hring. Oddur Óli spilaði á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Jafnir í öðru sæti eru Dagur Jónasson og Ólafur Björn Loftsson en þeir spiluðu á pari vallar í dag. Kristinn Arnar Ormsson er þriðji á 73 höggum og Nökkvi Gunnarsson og Kristinn Karl Jónsson jafnir í fimmta sæti á 74 höggum. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Oddur Óli Jónasson 70       70 -2
2 – 3 Dagur Jónasson 72       72 0
2 – 3 Ólafur Björn Loftsson 72       72 0
4 Kristinn Arnar Ormsson 73       73 1
5 – 6 Nökkvi Gunnarsson 74       74 2
5 – 6 Kristinn Karl Jónsson 74       74 2

1. flokkur karla: 

Það var jöfn og flott spilamennska hjá fyrsta flokki karla í dag og fá högg sem skilja efstu menn að. Kristján Björn Haraldsson, Hallur Dan Johansen og Skúli Friðrik Malmquist eru jafnir í efsta sæti en þeir spiluðu á 78 höggum. Eiður Ísak Broddason er fjórði á 79 höggum og jafnir í fimmta sæti höggi þar á eftir eru Árni Muggur Sigurðsson og Eggert Rafn Sighvatsson. Ljóst er að það er mikil keppni framundan í þessum flokki. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Kristján Björn Haraldsson 78       78 6
2 Hallur Dan Johansen 78       78 6
3 Skúli Friðrik Malmquist 78       78 6
4 Eiður Ísak Broddason 79       79 7
5 Árni Muggur Sigurðsson 80       80 8
6 Eggert Rafn Sighvatsson 80       80 8

Drengjaflokkur 15 – 18 ára: 

Óskar Dagur Hauksson er enn í forystu þegar keppni er hálfnuð í drengjaflokki 15 – 18 ára. Óskar Dagur spilaði á 81 höggi í dag og leiðir nú með níu höggum. Sigurður Örn Einarsson er annar, Sveinn Rúnar Másson þriðji og Dagur Logi Jónsson fjórði.  

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Óskar Dagur Hauksson 80 81     161 17
2 Sigurður Örn Einarsson 82 88     170 26
3 Sveinn Rúnar Másson 83 90     173 29
4 Dagur Logi Jónsson 87 88     175 31

2. flokkur karla: 

Þessi fjölmenni flokkur hóf leik í dag og nú þegar ljóst að mikil keppni og spenna er framundan. Almennt var mjög gott skor hjá kylfingum í þessum flokki og ljóst að vindurinn hafði ekki mikil áhrif á leik manna. Efstur eftir fyrsta dag er Sverrir Briem en hann spilaði á 81 höggi. Gylfi Geir Guðjónsson er annar á 82 höggum og jafnir í þriðja sæti eru Jóhann Valur Tómasson og Róbert Bergmann Róbertsson á 84 höggum. Fimmti er Kjartan Steinsson á 85 höggum – og margir kylfingar skammt undan. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Sverrir Briem 81       81 9
2 Gylfi Geir Guðjónsson 82       82 10
3 Jóhann Valur Tómasson 84       84 12
4 Róbert Bergmann Róbertsson 84       84 12
5 Kjartan Steinsson 85       85 13

1. flokkur kvenna: 

Í fyrsta flokki kvenna heldur Erla Ýr Kristjánsdóttir forystu þegar keppni er hálfnuð, en hún á þrjú högg á Áslaugu Einarsdóttur sem er önnur. Í þriðja sæti er Ragna Kristín Guðbrandsdóttir og jafnar í fjórða sæti eru Magndís María Sigurðardóttir og Sigríður Hafberg. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Erla Ýr Kristjánsdóttir 83 95     178 34
2 Áslaug Einarsdóttir 88 93     181 37
3 Ragna Kristín Guðbrandsdóttir 88 95     183 39
4 – 5 Magndís María Sigurðardóttir 91 94     185 41
4 – 5 Sigríður Hafberg 93 92     185 41

Drengjaflokkur – úrslit: 

Úrslit réðust í drengjaflokki í dag en þar var spenna fram á síðasta högg á síðustu holu. Úrslit urðu þannig að Orri Snær Jónsson sigraði á 268 höggum samtals, Stefán Gauti Hilmarsson varð annar á 271 höggi og Kjartan Óskar Karitasarson varð þriðji á 273 höggum samtals. 

Staða Kylfingur   Alls
D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Orri Snær Jónsson 88 87 93   268 52
2 Stefán Gauti Hilmarsson 91 85 95   271 55
3 Kjartan Óskar Karitasarson 99 84 90   273 57