Meistaramót: fimmtudagur

Nesklúbburinn

Veðrinu var mjög misskipt milli þeirra kylfinga sem léku fyrir hádegi og hinna sem hófu leik eftir hádegi. Bestu kylfingar Nesklúbbsins voru á ferð eftir hádegi og réðu við aðstæður eins og við var að búast. 

2. flokkur karla hóf leik klukkan sjö í morgun. Nokkuð blés á kylfinga og kalt í veðri, en hlýnaði eftir því sem leið á morguninn. Betra skor var heilt yfir í flokknum enda minni vindur en í gær og aðstæður auðveldari. Sigurður H B Runólfsson hélt forystu sinni í dag en hún minnkaði þó niður í tvö högg. Sigurður hefur leikið hringina tvo á 172 höggum samtals, tveimur höggum minna en Eyjólfur Sigurðsson sem er annar. Jafnir í þriðja til fimmta sæti eru Heimir Örn Herbertsson, Róbert Vinsent Tómasson og Örn Baldursson á 176 höggum. 

  2. flokkur karla D1 D2 Samtals
1.
Sigurður H B Runólfsson 85 87 172
2. Eyjólfur Sigurðsson 90 84 174
3. – 5. Heimir Örn Herbertsson 93 83 176
3. – 5. Róbert Vinsent Tómasson 91 85 176
3. – 5. Örn Baldursson 88 88 176

1. flokkur kvenna lék einnig fyrir hádegi. Matthildur María Rafnsdóttir heldur forystunni fyrir lokahringinn og er hún orðin nokkuð örugg, eða sjö högg. Erla Ýr Kristjánsdóttir er önnur og Þuríður Halldórsdóttir þriðja. Lokahringurinn hjá fyrsta flokki kvenna verður leikinn á morgun föstudag. 

  1. flokkur kvenna D1 D2 D3 Samtals
1.
Matthildur María Rafnsdóttir 87 97 87 271
2. Erla Ýr Kristjánsdóttir 88 97 93 278
3. Þuríður Halldórsdóttir 90 102 95 287
4. Sigríður Hafberg 91 102 98 291
5. Kristín Erna Gísladóttir 91 99 103 293

Meistaraflokkur kvenna hóf leikinn eftir hádegi og fljótlega eftir það fór að rigna. Það hafði þó engin áhrif á spilamennsku okkar bestu kvenkylfinga, því þær náðu mjög góðu skori. Helga Kristín Einarsdóttir er áfram í forystu en hún hefur leikið hringina tvo á 155 höggum. Helga Kristín Gunnlaugsdóttit er önnur á 168 höggum og Sigrún Edda Jónsdóttir þriðja á 175 höggum. 

  Meistaraflokkur kvenna D1 D2 Samtals
1.
Helga Kristín Einarsdóttir 76 79 155
2. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir 86 82 168
3. Sigrún Edda Jónsdóttir 90 85 175
4. Ragna Björg Ingólfsdóttir 91 89 180
5. Ágústa Dúa Jónsdóttir 89 93 182

Það er hörku spenna í fyrsta flokki karla og mikil keppni framundan. Eiður Ísak Broddason er efstur eftir tvo hringi á 163 höggum og jafnir í öðru til fimmta sæti aðeins höggi á eftir Eiði eru Arngrímur Benjamínsson, Einar Þór Gunnlaugsson, Hallur Dan Johansen og Baldur Þór Gunnarsson. Ekki er langt í næstu menn og það verður spennandi að fylgjast með keppni í þessum flokki.  

  1. flokkur karla D1 D2 Samtals
1.
Eiður Ísak Broddason 84 79 163
2. – 5. Arngrímur Benjamínsson 85 79 164
2. – 5. Einar Þór Gunnlaugsson 85 79 164
2. – 5. Hallur Dan Johansen 83 81 164
2. – 5. Baldur Þór Gunnarsson 82 82 164

 Meistaraflokkur karla var næstur í röðinni. Ólafur Björn Loftsson sýndi styrk sinn og spilaði á 68 höggum við frekar erfiðar aðstæður. Með hringnum i dag er hann kominn í forystusætið og á átta högg á Guðmund Örn Arnarson sem er annar. Þriðji er Steinn Baugur Gunnarsson tveimur höggum á eftir Guðmundi. 

  Meistaraflokkur karla D1 D2 Samtals
1.
Ólafur Björn Loftsson 74 68 142
2. Guðmundur Örn Árnason 75 75 150
3. Steinn Baugur Gunnarsson 72 80 152
4. Oddur Óli Jónasson 78 75 153
5. Nökkvi Gunnarsson 80 75 155

Drengjaflokkur 15 – 18 ára ráku lestina í dag og fóru út á eftir meistaraflokki karla. Þessir efnilegu kylfingar voru að spila þriðja og næst síðasta hring sinn í mótinu. Staðan fyrir lokahringinn er þannig að Gunnar Geir Baldursson er efstur á 255 höggum og er með 15 högga forskot fyrir lokahringinn. Sigurður Örn Einarsson er annar og Sverrir Anton Arason þriðji. Fjórði er Arnar Már Heimisson.

  Drengir 15 – 18 ára D1 D2 D3 Samtals
1.
Gunnar Geir Baldursson 88 85 82 255
2. Sigurður Örn Einarsson 93 84 93 270
3. Sverrir Anton Arason 90 94 104 288
4.
Arnar Már Heimisson 127 135 101 363

Keppni er hálfnuð hjá meistaraflokkum karla og kvenna og 1. og 2. flokki karla, en 1. flokkur kvenna og drengjaflokkur 15 – 18 ára ljúka keppni á morgun. Veðurguðirnir virðast ætla að verða okkur áhagstæðir áfram en það dregur án efa ekkert úr keppniskapinu.