Meistaramótið 2014

Nesklúbburinn

Meistaramót Nesklúbbsins 2014 hefst laugardaginn 5. júlí og mun standa til laugardagsins 12. júlí. Flokkaskiptingar og leikdaga allra flokka má sjá hér á síðunni undir „um NK/skjöl/2014 Meistaramót“. Vakin skal athygli á því að uppröðun og dagsetning flokkanna miðast við fjölda þátttakenda í hverjum flokki 2013.  Þetta er því birt með fyrirvara ef miklar breytingar verða á fjölda þátttakenda í hverjum flokki fyrir mótið í ár.  Skráning í Meistaramótið hefst mánudaginn 23. júní og mun standa fimmtudagsins 3. júlí kl. 22.00 í bókinni góðu sem staðsett er í golfskálanum.