Meistaramótið hefst á morgun – uppfærð rástímatafla

Nesklúbburinn

53. Meistaramót Nesklúbbsins hefst á morgun þegar að 4. flokkur karla mun hefja leik kl. 07.00 í fyrramálið.  það eru 182 þátttakendur skráðir til leiks sem skiptast niður í 14 flokka.  Á morgun munu 8 flokkar hefja leik og eru það eftirfarandi flokkar:

4. flokkur karla: Leikur fjóra daga í punktakeppni
3. flokkur karla: Leikur fjóra daga í höggleik
2. flokkur kvenna: Leikur fjóra daga í höggleik
3. flokkur kvenna: Leikur fjóra daga í punktakeppni
Karlar 50-64 ára: Leikur þrjá daga í höggleik
Karlar 65 ára og eldri: Leikur þrjá daga í höggleik og/eða punktakeppni
Konur 50 – 64 ára: leikur þrjá daga í höggleik
Karlar 65 ára og eldri: Leikur þrjá daga í höggleik og/eða punktakeppni

Rástímataflan hefur verið uppfærð og eru tvær breytingar á henni frá áætlaðri töflu.  2. flokkur kvenna hefur leik á morgun kl. 8.40 og 4. flokkur karla mun hefja leik kl. 12.00 á sínum öðrum degi.  Aðrir tímar eru nokkurnvegin eftir áætlun en uppfærða rástímatöflu má sjá nánar hér á síðunni undir „um NK“/“skjöl“

Rástímar fyrir fyrsta dag meistaramótsins hafa verið birtir inni á golf.is og koma brátt hingað á síðuna.