Mót nr. 2 hjá NK konum á morgun

Nesklúbburinn

Annað kvennamót NK-kvenna fer fram á morgun, þriðjudaginn 1. júní.   Formið er það sama og áður, bara mæta og skrá sig í kassanum góða í veitingasölunni áður en leikur hefst og greiða í hann kr. 1000.- (með seðlum).  Mótin eru góður vettvangur fyrir bæði þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í þátttöku í mótum sem og lengra komnar sem vilja lækka forgjöfina.  Síðast mættu 86 konur og ætlum við að mæta fleiri á morgun.

Munið að bóka rástíma á morgun áður en allt fyllist

Fjóla, Bryndís og Elsa