Mótaskrá sumarsins á Nesvellinum er nú að mestu tilbúin og er nú aðgengileg inni á golf.is. Mótaskráin er með svipuðu sniði og undanfarin ár í fjölda viðburða.
Hreinsunardagurinn verður haldinn laugardaginn 5. maí en þá opnar einnig golfskálinn formlega fyrir sumarið. Meistaramót klúbbsins verður haldið 30. júní – 7. júlí og verða dagsetningar eða niðurröðun allra flokka tilbúin um miðjan maí og verða allar upplýsingar þá birtar á heimasíðu klúbbsins. nánari upplýsingar má sjá inni á golf.is og eru félagsmenn hvattir til þess að kynna sér dagskrá sumarsins þar og eftir 25. apríl inni á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is
Mótaskráin er birt með fyrirvara um breytingar en nánari tímasetningar fyrir hvert mót verða birtar þegar nær dregur hverju sinni.