Mótaskráin tilbúin

Nesklúbburinn

Mótaskrá Nesklúbbsins fyrir árið 2012 er tilbúin og komin inn á golf.is.  Á næstu dögum verður hún svo uppfærð hingað inn á nkgolf.is.

Óhætt er að segja að mótaskráin hafi sjaldan eða aldrei verið veglegri.  Endurnýjaðir voru samningar við helstu styrktaraðila opnu mótanna og þau mót því öll haldin aftur sem er vel. 

Golfsamband Íslands óskaði eftir því við klúbbinn að halda fyrsta mótið í áskorendamótaröð unglinga og verður það mót fyrsta opna mót sumarsins.

Mótaröð öldunga og mánaðarleg mót fyrir krakka og unglinga koma ný inn en þar fyrir utan er mótakskráin að mestu eins og verið hefur undanfarin ár.

Útleiga á vellinum er með sama sniði og áður.  Nokkrir dagar eru bókaðir fyrir fyrirtækjamót og verður þeim ekki fjölgað.  Minni hópum verður gert kleift að kaupa sig inn á völlinn þegar líður á sumarið en þó verður það takmarkað og það ávallt tilkynnt með nokkurra daga fyrirvara hér á síðunni og í skálanum.

Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Nesvellinum í sumar og um að gera að fylgjast með hér á síðunni hvað um er að vera hverju sinni.