Mótaskrá klúbbsins er nú að mestu fullgerð og hefur verið sett inn á golf.is. Ekki er mikið um breytingar frá undanförnum árum að því undanskyldu að Meistaramótið færist aftur um eina viku eins og áður hefur verið gefið út. Vegna tæknilegra örðuleika á golf.is er því miður ekki hægt að setja inn útlistun og skýringar hvers móts fyrir sig og það verður það gert við fyrsta tækifæri. Mótaskráin verður svo nánar kynnt á vorfundi klúbbsins þann 16. apríl.
Nánar er hægt að sjá mótaskránna hér en hún verður líka sett inn á nkgolf.is innan skamms.