Dómaranámskeið framundan hjá GSÍ

Nesklúbburinn

Golfsamband Ísland (GSÍ) hefur skipulagt námskeið fyrir héraðsdómara og landsdómara í apríl.  Mikilvægt er að allir golfklúbbar hafi yfir dómurum að ráða og því nauðsynlegt að efla áhuga félagsmanna á mikilvægi þess að hafa menntaða golfdómara.  Nesklúbburinn hefur undanfarin ár getað státað sig af fjölmörgum félagsmönnum með héraðsdómararéttindi.  Það eru þó aldrei of margir með réttindi og því hvetjum við alla þá félagsmenn sem hafa áhuga á því að sækja námskeiðin að láta slag standa.  Námskeiðin eru afar fróðleg og yfirferð um reglurnar komið til skila á skemmtilegan og áhrifaríkan máta.  Allir félagsmenn hafa rétt á að sækja námskeiðin.

Héraðsdómaranámskeiðin fara fram með þeim hætti að haldnir eru 4 fyrirlestrar þar sem farið er í ákveðnar reglur og síðan er prófdagur þar sem farið er almennt yfir störf dómara. Hægt er að úr tveimur mismundandi prófdögum.

Héraðsdómaranámskeið:
1. fyrirlestur: þriðjudaginn 9. apríl kl. 19:30 – 22:00. Reglur 1, 2, 3, 6, 9, 10, 13 og 15
Fyrirlesarar: Hörður Geirsson og Sigurður Geirsson, alþjóðadómarar í golfi

2. fyrirlestur: fimmtudaginn 11. apríl kl. 19:30 – 22:00. Reglur 4, 5, 11, 16, 18, 19 og 20
Fyrirlesarar: Þórður Ingason og Þorsteinn Svörfuður, alþjóðadómarar í golfi

3. fyrirlestur: mánudaginn 15. apríl kl. 19:30 – 22:00. Reglur 7, 8, 21, 22, 24 og 25
Fyrirlesarar: Hörður Geirsson og Aðalsteinn Örnólfsson, alþjóðadómarar í golfi

4. fyrirlestur: miðvikudaginn 17. apríl kl. 19:30 – 22:00. Reglur 12, 14, 17, 23, 26, 27 og 28
Fyrirlesarar: Hörður Geirsson og Aðalsteinn Örnólfsson, alþjóðadómarar í golfi

Fyrri próf og lokafyrirlestur: laugardaginn 20. apríl kl. 10:00 – 12:30. Störf dómara og próf
Fyrirlesarar og prófdómarar: Sigurður Geirsson og Þorsteinn Svörfuður, alþjóðadómarar í golfi.

Síðara próf og lokafyrirlestur: þriðjudaginn 30. apríl kl. 19:30 – 22:00. Störf dómara og próf
Fyrirlesarar og prófdómarar: Sigurður Geirsson og Hörður Geirsson, alþjóðadómarar í golfi.

(ath. að hægt er að velja að taka próf 20. apríl eða 30. apríl.)

Landsdómaranámskeið – próf:

Verður haldið 13. apríl 2013 og stendur frá kl. 10 til klukkan 16. Fyrirlesarar og prófdómarar verða Aðalsteinn Örnólfsson og Þorsteinn Svörfuður, alþjóðadómarar í golfi.

Gert er ráð fyrir að milli kl. 10 og 12 verði fyrirlestur um áhugaverða úrskurði R&A um golfreglum en landsdómaraprófið hefjist kl. 13 og lýkur kl. 16. Þeir sem áhuga hafa á því að þreyta þetta próf þurfa að gera ráð fyrir nokkru sjálfsnámi með því að kynna sér efni bókarinnar Decisions on the Rules of Golf fyrir námskeiðið.

Skráning er í netfangið info@golf.is og eins er hægt að hringja á skrifstofu GSÍ 514-4050 og skrá sig. Skráningafrestur fyrir bæði héraðsdómaranámskeið og landsdómaranámskeið er mánudagurinn 8. apríl.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðn má nálgast á skrifstofu GSÍ