Mótum frestað í vikunni

Nesklúbburinn

Vegna veðurs hefur þremur mótum sem vera áttu í vikunni verið frestað.  Búið er að setja tvö þeirra á nýjar dagsetningar en fimmtudagsmótinu sem vera átti í dag hefur verið frestað um óákveðinn tima og þriðja mótið í Öldungamótaröðinni sem leika átti samhliða fimmtudagsmótinu í dag hefur verið slegið af.  Annars eru nýir dagar mótanna eftirfarandi:

Styrktarmót unglinga sem halda átti síðastliðinn mánudag verður haldið næsta
sunnudag, þann 26. maí – Nánari upplýsingar og skráning á golf.is

Öðru mótinu í Öldungamótaröðinni sem halda átti síðastliðinn þriðjudag verður haldið næsta mánudag, þann 27. maí.

Fimmtudagsmótinu sem halda átti í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma og þriðja mótið í Öldungamótaröðinni sem halda átti samhliða fimmtudagsmótinu í dag hefur verið slegið af.  Í öldungamótaröðinni munu því telja 5 mót af 7 í stað 8.

Svo er bara að biðja fallega og vona að veðurguðirnir fari að verða kylfingum hliðhollir