Eins og svo oft áður hefur hann Guðmundur KR. ljósmyndari og félagsmaður verið með myndavélina á lofti í Meistaramótinu.
Á morgun, föstudaginn 6. júlí sem jafnframt er næstsíðasti dagur mótsins mun Guðmundur KR. að sjálfsögðu vera á staðnum og mynda keppendur í bak og fyrir. Hann hvetur kylfinga til að mæta í litríkum fatnaði sem mun gera myndirnar enn skemmtilegri.
Allar myndir sem Guðmundur hefur tekið eru á heimasíðunni naermynd.is eða með því að smella hér