Námskeið á næstunni

Nesklúbburinn

Námskeiðin í maí og júní hafa verið vel sótt. Við bætum því við námskeiðum fyrir Meistaramótið.

 

Hugarfarið – Fluid Motion Factor

Viltu læra að fá aðgang að þinni bestu getu í hvert skipti sem að þú spilar golf? Í gegnum SFT kerfið og FMF flæðislykla getur þú lært að komast í „Zone“ fyrir hvert högg. Tilvalið fyrir þá sem vilja skerpa á hugarfarinu fyrir Meistaramótið.

Föstudaginn 22. júní kl. 12.00 -14.00. Skráning á nokkvi@nkgolf.is (mæta með allt settið)

Verð 7.000.-


Stutta spilið – 5 högga kerfið

Komdu þér upp skotheldri aðferð í höggunum við flatirnar og lærðu 5 högga kerfið sem gerir þér kleift að velja einföldustu og árangursríkustu leiðina hverju sinni.

Miðvikudaginn 27. júní k. 17.30-19.30. Skráning á nokkvi@nkgolf.is (mæta með allt settið)

Verð: 7.000.- kr