Námskeið í vor og sumar

Nesklúbburinn

Fjölbreytt framboð námskeiða verða í boði í vor og í sumar. Einungis 6 sæti í boði á hvert námskeið og því um að gera að hafa hraðar hendur og skrá sig strax.

Skráning og frekari upplýsingar á netfanginu nokkvi@nkgolf.is

Kennari á námskeiðunum er Nökkvi Gunnarsson


Æfingar kvenna

 

Á þriðjudögum kl. 17 til 18.

 

Mismunandi viðfangsefni í hverjum tíma. Farið verður yfir brautarhögg, teighögg, höggin í kringum flatirnar, púttin,  og sandhöggin.

 

Samtals 10 skipti í sumar. Fyrsti tími 7. maí og svo vikulega til 16. júlí að undanskyldum 2. júlí þegar Meistaramót klúbbsins er í gangi.

 

Verð 47.500.-

Innifalið er kennslan, æfingaboltar og golfkennslubókin GæðaGolf.  

 

Stutta spilið

 

Á þriðjudögum kl. 18.30 til 19.30.

 

Farið verður yfir öll helstu höggin sem þarf að kunna í kringum flatirnar og púttin. Áhersla lögð á góða tækni og hvernig best og skemmtilegast er að æfa sig í formi keppnislíkra æfinga.

 

Samtals 8 skipti í sumar. Fyrsti tími 7. maí og svo vikulega til og með 25. júní.

 

Verð 38.000.-

Innifalið er kennslan, æfingaboltar og golfkennslubókin GæðaGolf.

 

 

Æfingar fyrir Meistaramót

 

Á miðvikudögum kl. 19.30 (til og með 5. júní) og á miðvikudögum kl. 17.30 (frá og með 12. júní) 

 

Farið yfir allt það helsta með það að aðalmarkmiði að þáttakendur verði tilbúnir í slaginn fyrir Meistaramótið.

 

Samtals 8 skipti í sumar. Fyrsti tími 8. maí og svo vikulega fram að Meistaramóti sem hefst 30. júní.

 

Verð 38.000.-

Innifalið er kennslan, æfingaboltar og golfkennslubókin GæðaGolf.

 

 

Nýliðanámskeið

 

Á fimmtudögum kl. 19.30 (til og með 6. júní) og á fimmtudögum kl. 17.30 (frá og með 13. júní)

 

Fyrir þá sem eru að byrja eða þá sem aldrei hafa komist almennilega af stað. Farið yfir öll helstu grunnatriði golfleiksins.

 

Samtals 10 skipti í sumar. Fyrsti tími 9. maí og svo vikulega til og með 25. júlí (utan uppstigningardags 30/5 og 4/7 vegna Meistaramóts klúbbsins)

 

Verð 47.500.-

Innifalið er kennslan, æfingaboltar og golfkennslubókin GæðaGolf.