NESSKIP Styrktarmót unglinga á mánudaginn

Nesklúbburinn

Mánudaginn 16. maí sem er annar í hvítasunnu verður haldið styrktarmót þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP.

Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor. Einnig verða nándarverðlaun á par 3 brautum.

Mótið er opið öllum kylfingum.

Hámarksforgjöf gefin: karlar: 24 og konur: 36.

VERÐLAUN:

PUNKTAKEPPNI

1. sæti: Steikarveisla á Steikhúsinu fyrir tvo og gjafabréf á Nesvöllinn 2016 fyrir tvo
2. sæti: 15.000 kr. gjafabréf á ROSSOPROMODORO og gjafabréf á Nesvöllinn 2016 fyrir tvo
3. sæti: 10.000 kr. gjafabréf á Rauða Ljónið og gjafabréf á Nesvöllinn 2016 fyrir tvo
25. sæti: Einn tími í golfkennslu hjá Nökkva Gunnarssyni golfkennara Nesklúbbsins Nesklúbbsins

BESTA SKOR:

Steikarveisla fyrir tvo á Steikhúsinu og gjafabréf á Nesvöllinn 2016 fyrir tvo 

NÁNDARVERÐLAUN:

2./11. braut: 5.000 kr. gjafabréf á Rauða Ljónið og gjafabréf á Nesvöllinn 2016 fyrir tvo
5./14. braut: 5.000 kr. gjafabréf á Rauða Ljónið og gjafabréf á Nesvöllinn 2016 fyrir tvo

Þátttökugjald aðeins kr. 3.500