Kæru félagsmenn,
Nesvellir, inniaðstaða klúbbsins mun nú loka frá og með morgundeginum, 1. maí. Æfingar barna- og unglinga munu þó halda þar áfram fram að skólalokum.
Æfingasvæði klúbbsins úti á golfvelli hefur verið opnað, bæði er boltavélin komin í gang og eins hafa verið sett flögg á púttflötina og æfingaflatirnar. Þeirri nýjung hefur verið komið á að hægt er að greiða fyrir eina fötu við boltavélina sjálfa og munu „token“ nú heyra sögunni til. Einnig er að sjálfsögðu hægt að nota boltakortin.
Við minnum svo á Hreinsunardaginn sem haldinn verður laugardaginn 10. maí og hvetjum við alla til að mæta. Það verður nánar auglýst þegar nær dregur.