Á morgun miðvikudag verður annað „þriðjudagsmótið“ okkar haldið. Það er góð veðurspá og við hvetjum ykkur allar til að mæta og taka þátt. Munið bara að skrá ykkur í rauða kassann í veitingasölunni áður en þið byrjið (mjög mikilvægt) og þá hvort þið ætlið 9 eða 18 holur. Setjið 1.000 kr. (muna að koma með pening) í umslagið sem er í sama kassa og skilið svo kortinu undirrituðu í kassann eftir hringinn.
Fyrir ykkur sem eruð á facebook. Við erum líka þar og viljum hafa ykkur allar með okkur fyrir upplýsingagjöf o.fl. Hópurinn (grúbban) heitir einfaldlega NK Konur, þannig að endilega finnið okkur og bætið ykkur í hópinn.
Sjáumst hressar á morgun,
Elsa, Bryndís og Fjóla