Golfsumarið loksins hafið – fyrsta opna mót sumarsins á laugardaginn

Nesklúbburinn

Jæja, nú loksins er golfsumarið hafið eftir fremur dapra tíð undanfarnar vikur.  Hitatölurnar farnar að nálgast tveggja stafa tölur, rigningin búin í bili og félagsmenn farnir að flykkjast á golfvöllinn.

Fyrsta opna mót sumarsins verður haldið á laugardaginn.  OPNA EGILL JACOBSEN kitchen&bar er eitt glæsilegasta mót sem haldið er á Nesvellinum og verður haldið núna laugardaginn 2. júní.  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni, ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.

Veðurspáin er flott – Skráning á golf.is

Teiggjöf:   Gjafabréf frá Egill Jacobsen, Kichen & Bar – Brunch að eigin vali

VERÐLAUN:

Punktakeppni:

1. sæti: Gjafabréf  Árs kort í heilsurækt World Class  að verðmæti kr.  79.990
2. sæti: Gjafabréf 6 mánaðar kort í heilsurækt World Class  að verðmæti kr. 54.590 
3. sæti: Gjafabréf 3 mánaðar kort í heilsurækt World Class  að verðmæti kr. 31.190

Höggleikur:

1.sæti: Gjafabréf  Árs kort í heilsurækt World Class  að verðmæti kr. 79.990
2. sæti: Gjafabréf 6 mánaðar kort í  heilsurækt World Class að verðmæti kr. 54.590
3. sæti: Gjafabréf 3 mánaðar kort í heilsurækt World Class  að verðmæti kr. 31.190

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Gjafabréf frá Egill Jacobsen – Kichen & Bar að verðmæti kr. 15.000
5./14. braut: Gjafabréf frá Egill Jacobsen – Kichen & Bar að verðmæti kr. 15.000