Nokkur sæti laus í Draumahringinn og Lokamót kvenna

Nesklúbburinn

Tvö af síðustu mótum sumarsins, Draumahringurinn og Lokamót kvenna verða haldin nú um helgina. Draumahringurinn er 18 holu punktakeppni ásamt því að vera lokatækifæri kylfinga á að fullkomna hring sinna villtustu drauma og fer fram á laugardaginn kl. 13.00.  Lokamót kvenna er 9 holu punktakeppni með mat á eftir þar sem sumarið verður gert upp ásamt fjöldanum öllum af vinningum fer fram á sunnudaginn kl. 10.00.

Ennþá eru nokkur sæti laus í bæði mótin.  Skráning og nánari upplýsingar á golf.is