Jæja kæru félagar,
Þá er það mótið sem allir hafa beðið eftir. Bændaglíma Nesklúbbsins 2025 verður haldin laugardaginn 27. september. Bændaglíman er í raun „aldagömul“ hefð hjá flestum golfklúbbum landsins og hefur í gegnum árin markað lok mótahalds sumarsins.
Meira að segja veðurguðirnir eru að koma með okkur í lið þar sem það er heldur betur að rætast úr spánni á laugardaginn, hitastigið einhversstaðar á annan tuginn og sú gula er í kortunum.
Leikfyrirkomulag: Af því að það heppnaðist svo vel í fyrra ætlum við aftur að skeyta saman Meistaramótinu í betri bolta. Þannig verður leikfyrirkomulagið eftirfarandi: Tveir leika saman í liði og verður leikinn betri bolti með forgjöf – á sama tíma keppir þitt lið við hitt liðið í hollinu.
Þetta er umfram allt bara gaman og hentar öllum félagsmönnum alveg óháð getu og kyni
Að móti loknu er svo sameiginlegt borðhald þar sem Mario töfrar fram eitthvað frábært.
Skráning og allar nánari upplýsingar má sjá á golfbox (smella hér). Munið – það þurfa tveir og tveir að skrá sig saman. Þeir sem að eru stakir – skráið ykkur á nkgolf@nkgolf.is og ykkur verður parað saman með öðrum.
Athugið: skráið ykkur sem fyrst – skráningu mun ljúka fimmtudaginn 25. september klukkan 12.00. Þar sem það þarf að gera ráðstafanir með mat verður ekki tekið við skráningum eftir þann tíma.
Mótanefnd