Nýjungar í golfkennslu – Swingbyte

Nesklúbburinn

Ég var nýlega þátttakandi á árlegri ráðstefnu Plane Truth golfkennara í Phoenix Arizona. Þessar ráðstefnur eru ómetanlegar þeim golfkennurum sem vilja fylgjast með öllu því nýjasta sem er að gerast í heimi golfkennslunnar. Margir athyglisverðir fyrirlestrar voru á dagskránni þetta árið meðal annars frá Stan Utley sem af mörgum er talinn fremsti stuttaspilsgúrú í bransanum í dag. Einnig voru mjög áhugaverðir fyrirlestrar frá Flightscope og Barney Adams stofnanda Adams kylfuframleiðandans. Það sem stóð þó upp úr að mínu mati var þó kynning á nýjum sveiflugreini frá fyrirtæki sem nefnist Swingbyte. Ég læt hér fylgja með hlekki á myndbönd og greinar um þetta skemmtilega og gagnlega tæki Sem gagnast kylfingum af öllum getustigum.

Fyrir áhugasama hef ég tækið til sölu. Tilvalið sem jólagjöf kylfingsins. Verðið er 28.000 kr og innifalið í því er 30 mínútna kennsla á tækið. Nánari upplýsingar á nokkvi@nkgolf.is