Samningurinn við Nökkva framlengdur

Nesklúbburinn

Stjórn Nesklúbbsins og Nökkvi Gunnarsson golfkennari klúbbsins framlengdu á dögunum samning Nökkva við klúbbinn um áframhaldandi samstarf.  Nökkvi hefur verið kennari klúbbsins undanfarin þrjú ár og var gildandi samningur undirritaður til næstu þriggja ára.  Nökkvi hefur unnið mjög gott starf fyrir klúbbinn á undanförnum árum við kennslu og uppbyggingu unglingastarfsins ásamt því að sjá um alla daglega kennslu á æfingasvæði klúbbsins.

Nökkvi er sem stendur að keppa í golfi í Flórdia fylki í Bandaríkjunum þar sem hann reynir fyrir sér á meðal þeirra bestu.  Einnig hefur hann nýtt tímann til frekari menntunar í golfkennslunni.  Nökkvi hefur aftur kennslu á Íslandi í byrjun janúar.