Kæru félagar.
Fyrsta golfhermamót ársins á Nesvöllum fer fram dagana 15. – 23. febrúar.
Leikið er á The Links at Spanish Bay vellinum í Kaliforníu. Karlar leika af teigum 55 og konur 49. Leikið er með fullri golfbox forgjöf og verða veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni:
1. sæti = 5 klst inneign á Nesvelli og 10.000 kr gjafabréf á Rauða Ljónið
2. sæti = 3 klst inneign á Nesvelli og 7.500 kr. gjafabréf á Rauða Ljónið
3. sæti = 1 klst inneign á Nesvelli og 5.000 kr. gjafabréf á Rauða Ljónið
Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á holum 4, 8, 13 og 16:
Besta skor = 5 klst inneign á Nesvelli og 10.000 kr gjafabréf á Rauða Ljónið
Nándarverðlaun = 5000 kr inneign á Rauða Ljónið
Til þess að taka þátt þarf að leigja golfhermi á Nesvöllum og velja Tournaments > Febrúarmót Nesvalla og Rauða Ljónsins. Mótið er opið dagana 15. – 23. febrúar. Ekki er rukkað aukalega umfram golfhermaleigu fyrir þátttöku í mótið.
Hægt er að bóka golfhermi á boka.nkgolf.is eða með því að hringja í síma 561-1910