Kæru félagar.
Dagana 28. mars – 16. apríl fer fram opið golfhermamót til styrktar barna- og afreksstarfs Nesklúbbsins. Þátttökurétt hafa allir kylfingar með virka Trackman forgjöf og hafa spilað amk tvo hringi sem telja til forgjafar í Trackman. Við hvetjum áhugasama að sjálfsögðu til að panta sér tíma á Nesvöllum og taka þátt, en bendum þó einnig á að það er hægt að spila í mótinu í hvaða Trackman golfhermi sem er.
Þátttökugjald í mótið er 3000 kr (leiga á golfhermi er ekki innifalin í verðinu).
Keppendur geta spilað þrisvar sinnum í mótinu og besti hringurinn gildir.
Frábær verðlaun eru í boði fyrir efstu fimm sætin í punktakeppni með forgjöf, efsta sæti í höggleik án forgjafar og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.
Skráning og nánari upplýsingar má nálgast hér -> boka.nkgolf.is/vara/styrktarmot-skraning.
Ef spurningar vakna má einnig senda póst á nesvellir@nkgolf.is
Verðlaun:
Punktakeppni:
1. Sæti – 5 klst í golfhermi og 30 körfu boltakort frá Nesklúbbnum, 15.000 kr. gjafabréf frá Ráðagerði, 15.000 kr. gjafabréf frá Brútta golf og mánaðarkort í heilsurækt World Class.
2. Sæti – 3 klst í golfhermi og 20 körfu boltakort frá Nesklúbbnum, 15.000 kr. gjafabréf frá Apótek Kitchen&Bar og gjafabréf í baðstofu Laugar Spa.
3. Sæti – 3 klst í golfhermi og 10 körfu boltakort frá Nesklúbbnum, tvö gjafabréf á hamborgarabúllu Tómasar og brúsi frá World Class.
4. Sæti – Player visor der og Bliz íþróttasólgleraugu frá GG Sport.
5. Sæti – 5x 2590 kr. gjafabréf frá Domino’s.
Höggleikur án forgjafar:
1. Sæti – 5 klst í golfhermi og 30 körfu boltakort frá Nesklúbbnum, 20.000 kr. gjafabréf frá Húrra Reykjavík og tveir kassar af Done próteindrykk.
Nándarverðlaun:
4. hola – Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbnum Leyni.
6. hola – Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
9. hola – Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbi Kiðjabergs.
12. hola – Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbi Kiðjabergs.
14. hola – Gjafakarfa frá ÓJ&K-ÍSAM.
16. hola – Gjafakarfa frá ÓJ&K-ÍSAM.