Fyrsta opna mót sumarsins á Nesvellinum var haldið í dag. OPNA EGILL JACOBSEN kitchen&bar er eitt glæsilegasta mót sem haldið er á Nesvellinum og voru um 70 þátttakendur skráðir til leiks.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni, ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.
Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Höggleikur:
1. sæti: Aron Snær Júlíusson, GKG – 65 högg
2. sæti: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG – 68 högg
3. sæti: Nökkvi Gunnarsson, NK – 70 högg
Punktakeppni:
1. sæti: Axel Finnur Sigurðsson, GR – 38 punktar
2. sæti: Gunnar Bjarnason, NK – 37 punktar
3. sæti: Bragi Benediktsson, GO 37 punktar
Nándarverðlaun:
2./11. braut: Rafn Hilmarsson, 35cm frá holu
5./14. braut: Axel Sigurðsson, 2,11m frá holu