OPNA NESSKIP mótið fór fram á Nesvellinum í dag. Mótið var 18 holur þar sem leikið var eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum. Allur ágóði af mótinu rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Punktakeppni:
1. sæti: Þyrí Valdimarsdóttir – 39 punktar
2. sæti: Sverrir Anton Arason – 38 punktar
3. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson – 38 punktar
Höggleikur:
1. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson – 69 högg
Nándarverðlaun:
2. braut: Vilhjálmur Árni Ingibergsson – 2,49m frá holu
5. braut: Erla Pétursdóttir – 4,60m frá holu
Nánari úrslit má sjá með því að smella hér
ATH: Öll úrslit eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.