Opnir tímar í Lækningaminjasafninu – aðstoð

Nesklúbburinn

Það verða opnir tíma í inniaðstöðu klúbbsins í Lækningaminjasafninu í vetur á mánudögum og fimmtudögum á milli kl. 20.00 og 22.00.  Til að hægt sé að hafa aðstöðuna opna þurfa þó að vera einhverjir forsvarsmenn á vegum klúbbsins í hvert skipti.  Hugmyndin er að fá nokkra félagsmenn til þess að skipta þessu á milli sín.  Fyrir áhugasama vinsamlegast sendið tölvupóst á Odd Óla sem jafnframt mun veita allar nánari upplýsingar.  Netfangið hans er: odduroli@gmail.com