Kæru félagar,
Frá og með morgundeginum, 1. nóvember, verða Nesvellir, inniæfingaaðstaða Nesklúbbsins, opnir og hægt að bóka tíma í golfhermi alla daga vikunnar.
Bókanir í golfherma fara fram í gegnum boka.nkgolf.is eða í síma 561-1910 á opnunartíma Nesvalla.
Opnunartími Nesvalla 1.nóvember – 31. desember 2025 er eftirfarandi:
Mánudagar: 10:00 – 14:00 og 17:00 – 23:00
Þriðjudagar: 10:00 – 14:00 og 17:30 – 19:30
Miðvikudagar: 10:00 – 13:30 og 17:00 – 23:00
Fimmtudagar: 10:00 – 13:30 og 18:30 – 20:30
Föstudagar: 10:00 – 14:00
Laugardagar: 12:30 – 14:30
Sunnudagar: 10:00 – 16:00
Nesvellir bjóða upp á frábæra aðstöðu til æfinga – hvort sem það eru golfhermarnir, stutta spilið eða líkamsæfingar. Við hvetjum alla félaga til að nýta tækifærið og halda golfleiknum gangandi yfir veturinn.
Við Hlökkum til að sjá sem flesta á Nesvöllum í vetur!




