Nokkur sæti eru laus í forkeppni ECCO bikarkeppninnar sem fram fer á laugardaginn. Skráning stendur yfir á golf.is og lýkur á morgun, föstudag kl. 18.00
Á mánudaginn sem er annar í hvítasunnu fer svo fram hið árlega Styrktarmót unglinga sem haldið er í samstarfi við NESSKIP þar sem allur ágóði mótsins rennur til uppbyggingar unglingastarfs klúbbsins. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor. Einnig verða nándarverðlaun á par 3 holum.
Mótið er opið öllum kylfingum.
Hámarksforgjöf gefin: karlar: 24 og konur: 36.
Teiggjöf: kassi af Sportþrennu frá LÝSI
Verðlaun:
Punktakeppni:
1. sæti – 20.000 kr. gjafabréf í HOLE IN ONE
2. sæti – 10.000 kr. gjafabréf í HOLE IN ONE
3. sæti – 10.000 kr. gjafabréf í Pennan
25. sæti – Gjafabréf fyrir tvo á Nesvöllinn
50. sæti – Golfkennsla hjá Nökkva Gunnarssyni golfkennara
Höggleikur:
Besta skor án forgjafar: 20.000 kr. gjafabréf í HOLE IN ONE
Nándarverðlaun:
2./11. hola – 5.000 kr. gjafabréf í Pennann
5./14. hola – 5.000 kr. gjafabréf í Pennann
Skráning fer fram nú fram á golf.is og er þátttökugjald aðeins kr. 3.500