Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld fyrir sumarið 2018 eiga nú von á að fá umslag frá Nesklúbbnum með pokamerki og félagsskírteini sínu inn um lúguna á næstu dögum. Nokkrir fréttapunktar fylgja með í umslaginu og er fólk hvatt til þess að lesa þá yfir.
Mikilvægt er að pokamerkið sé á golfpokanum hverju sinni og nú verður að sama skapi mikilvægara en áður að hafa félagsskírteinið ávallt meðferðis eins og sjá má í fréttapunktunum.
Gert er ráð fyrir því að þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld sín hafi ekki í hyggju að vera lengur í Nesklúbbnum og verða þeir því teknir af félagaskrá og nýjum félagsmönnum hleypt að.