Hreinsunardagurinn verður á laugardaginn

Nesklúbburinn

Hreinsunardagurinn hefur aftur verið færður til og nú til næstkomandi laugardags, 12. maí.  Ástæðan er fyrst og fremst mikil úrkoma undanfarna daga og væri ekki hægt að framkvæma stóran hluta þeirra verkefna sem fyrir liggja vegna bleytu.    

Hreinsunardagurinn verður því haldinn eins og áður sagði haldinn laugardaginn 12. maí og hefst stundvíslega klukkan 09.45.

Hlökkum til að sjá ykkur öll þá,

Vallarnefnd