Púttmeistarinn í dag – fimmtudag

Nesklúbburinn

Á morgun, fimmtudaginn 25. júní verður endurvakið hið fornfræga mót Nesklúbbsins, PÚTTMEISTARINN.  Mótið fer þannig fram: Fyrst verður leikinn 18 holu pútthringur þar sem búið verður að setja upp margskonar þrautir á púttvöllinn við golfskálann.  Að honum loknum fara þeir 32 kylfingar sem eru á lægstu skorunum áfram í holukeppni, þar sem leikið verður einn á móti einum.  Þannig gengur það svo koll af kolli þar til að uppi stendur sigurvegari sem fær titilinn Púttmeistari Nesklúbbsins 2015.

Dagskrá:

17.00 – 18.30: Höggleikur – skráning fer fram á skrifstofu klúbbsins og þarf að skrá sig áður en leikur hefst
32. manna úrslit – um leið og uppröðun er tilbúin að höggleik loknum
16. manna úrslit – um leið og 32. manna úrslit eru búin
8. manna úrslit – um leið og 16. manna úrslit eru búin
Undanúrslit – um leið og 8 manna úrslit eru búin
ÚRSLIT – um leið og undanúrslit eru búin

Um leið og úrslit eru ljós fer fram verðlaunaafhending

Þátttökugjald aðeins kr. 500.-

Nokkrir punktar:

* Það þarf bara að mæta með pútterinn og eina kúlu
* Skráning á skrifstofu á milli 17.00 og 18.30 (hægt er að hefja leik í síðasta lagi 18.30)
* Það er öllum félagsmönnum heimiluð þátttaka
* Í þessu móti skiptir forgjöf engu máli
* þetta er stórskemmtilegt