Þó ekki sjái fyrir endann á öllum lægðunum sem ætla að dynja á golfvellinum okkar í vetur er alltaf logn í Risinu og þar verður að sjálfsögðu púttmót á sunnudaginn fyrir alla félagsmenn Nesklúbbsins. Það var fín mæting síðasta sunnudag og nú ætlum við að bæta um betur. Þetta er ekki flókið, það er bara að mæta einhverntíman á milli 11.00 og 13.00, hafa pútterinn og kúlu með í för og vera með.
Sama fyrirkomulag og síðasta sunnudag, 2 x 18 holur fyrir kr. 500 þátttökugjald og verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í bæði kvenna- og karlaflokki (betri 18 holurnar telja). Aukaverðlaunin þennan sunnudaginn verða „fæst pútt á oddatölum seinni 9“, þ.e. fæst pútt samtals á holum 11, 13, 15 og 17.
Sigurvegari í kvennaflokki síðasta sunnudag var Grímheiður Jóhannsdóttir og í karlaflokki Haukur Óskarsson. Aukaverðlaunin hlaut Arnar Friðriksson en hann var með fæst pútt á 9./18. holu.
Sjáumst hress á sunnudaginn