Úrslit í púttmótinu í gær

Nesklúbburinn

Í gær fór þriðja púttmót vetrarins fram í Risinu og voru það þau Leifur Gíslason sem sigraði í karlaflokki og Jórunn Þóra Sigurðardóttir sem sigraði í kvennaflokki, bæði á 30 höggum.  Það voru þrír jafnir í karlaflokki og var Leifur með besta skorið á seinni 9 holunum.  Aukaverðlaun voru veitt fyrir „fæst pútt á oddatölum seinni 9“  og var það Jórunn Þóra sem sigraði það líka eða samtals þrjá undir pari. Verðlaun má nálgast hjá Hjalta í Risinu.

Næsta púttmót fer svo fram næsta sunnudag á milli kl. 11.00 og 13.00.