Púttmót á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Auðvitað verður púttmót í Risinu á sunnudaginn.  Þetta er sjötta mótið af þeim 10 mótum sem haldin verða í vetur.  Allir félagsmenn velkomnir, taka pútterinn með og svo að sjálfsögðu heitt á könnunni hjá Hjalta.  Mæting einhverntíman á milli kl. 11.00 og 13.00 og það verður að sjálfsögðu „tveir fyrir einn“, þ.e. það fá allir tvo 18 holu hringi fyrir 500 kallinn.

Veitt verðlaun fyrir 1. sæti í kvenna- og karlaflokki ásamt aukaverðlaunum sem þessa vikuna verða „flestir ásar (hola í höggi) á oddatölum á fyrri 9.