Púttmót á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Vegna fjölda fyrirspurna viljum við koma því áleiðis að auðvitað verður púttmót í Risinu á sunnudaginn á milli kl. 11.00 og 13.00.   Öll púttmót vetrarins eru sjálfstæð mót og það eina sem þarf að gera er að mæta með pútter og kúlu. 

Reglurnar eru eftirfarandi:

* Leiknar eru 18 holur og kostar hver hringur kr. 500
* Óheimilt er að leika „keppnishringinn“ áður en leikur hefst en heimilt verður að hita upp eins og hver og einn vill.
* Heimilt er að spila fleiri en einn hring hverju sinni og kostar þá hver aukahringur kr. 500 en eingöngu besti hringurinn telur.
* Hægt er að hefja leik á milli kl. 11.00 og 13.00
* Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan.  Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti.

Sjáumst hress í Risinu á sunnudaginn,
Mótanefnd