Púttmót fyrir alla, konur og karla

Nesklúbburinn

Það verður stórskemmtilegt púttmót á sunnudaginn í Risinu eins og venjulega.  Eins og síðast verður „tveir fyrir einn“ sunnudagur sem þýðir að það má taka tvo hringi og betri hringurinn telur.  Hægt er að koma hvenær sem er á milli kl. 11.00 og 13.00.   Öll púttmót vetrarins eru sjálfstæð mót og það eina sem þarf að gera er að mæta með pútter og kúlu. 

Reglurnar eru eftirfarandi:

* Leiknar eru 18 holur og kostar hver hringur kr. 500
* Óheimilt er að leika „keppnishringinn“ áður en leikur hefst en heimilt verður að hita upp eins og hver og einn vill.
* Heimilt er að spila fleiri en einn hring hverju sinni og kostar þá hver aukahringur kr. 500 en eingöngu besti hringurinn telur.
* Hægt er að hefja leik á milli kl. 11.00 og 13.00
* Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan.  Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti.

Sjáumst hress í Risinu á sunnudaginn,
Mótanefnd