Púttmót og næstur holu

Nesklúbburinn

Sunnudagurinn nálgast og þá er að sjálfsögðu púttmót í Risinu.  Eins og áður er það eina sem þarf að gera að mæta með pútterinn og kúlu einhverntíman á milli kl. 11.00 og 13.00 á sunnudögum.  Tveir fyrir einn, þ.e. allir fá tvo 18 holu hringi fyrir 500 kallinn.

Nú verða aukaverðlaunin „næstur holu“ keppni í golfherminum.  Allir sem taka þátt í púttmótinu fá 2 högg á hinni margrómuðu 15. braut á „Ocean par 3“ golfvellinum í Bandaríkjunum.  Brautin verður á sunnudaginn 95,6m löng þannig að það er því um að gera að taka með sér kylfu við hæfi eða bara fá lánaða á staðnum.

Sjáumst hress á sunnudaginn þar sem Hjalti verður að sjálfsögðu mættur og með heitt á könnunni