Púttmót og næstur holu á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Næsta púttmót í Risinu er á sunnudaginn á milli kl. 11.00 og 13.00.  Mætingin sló öll met síðasta sunnudag þegar að tæplega 60 félagsmenn tóku þátt og hvetjum við nú alla til þess að mæta því þetta er bara gaman.  Næsta sunnudag verður einnig boðið upp á þá nýjung að samhliða púttmótinu verður haldin „næstur holu“ keppni.  Þannig fá allir þeir sem að taka þátt í púttmótinu tvö högg í golfherminum á einni af þeim stórkostlegu par 3 holum sem hermirinn býður uppá. Þess má geta að holan er innan við 100 metra löng og er því um að gera að taka með sér kylfu við hæfi.

Verðlaun fyrir efstu sætin í bæði karla- og kvennaflokki í púttmótinu eru:

1. sæti: Klukkutími í golfherminum og hálftími í Flightscope höggnemanum
2. sæti: Klukkutími í golfherminum
3. sæti: hálftími í Flightscope höggnemanum

Verðlaun fyrir þann sem verður næst holu er klukkutími í golfherminum.

Reglurnar í púttmótinu eru eftirfarandi:

* Leiknar eru 18 holur og kostar hver hringur kr. 500
* Óheimilt er að leika „keppnishringinn“ áður en leikur hefst en heimilt verður að hita upp eins og hver og einn vill.
* Heimilt er að spila fleiri en einn hring hverju sinni og kostar þá hver aukahringur kr. 500 en eingöngu besti hringurinn telur.
* Hægt er að hefja leik á milli kl. 11.00 og 13.00
* Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasætum telja fyrst seinni 9, svo síðustu 6, þá síðustu 3 og að lokum síðasta holan.  Verði keppendur ennþá jafnir verður varpað hlutkesti. 

Nánari reglur um púttmótin má sjá á eftirfarandi slóð: http://nkgolf.is/Article/fyrsta_pttmti__morgun_2017_01_07_13_28_50